Stjórnmál Fulltrúar Framsóknar í borgarstjórn hafa kallað eftir upplýsingum um hvort Reykjavíkurborg greiði 300 þúsund krónur eða lægra fyrir einhver störf í borginni.
„…sú fjárhæð er krafa vinnumarkaðarins um lágmarkslaun. Ef svo er, er óskað upplýsinga um það hvaða störf það eru, fjöldi starfanna, á hvaða sviðum þau eru og hvernig þau skiptast á milli kynja,“ segir í ósk þeirra um upplýsingarnar.