- Advertisement -

Borgar Alþingi kosningabaráttu þingmanna?

„Hversu margar ferðir, samkvæmt akstursdagbók bílaleigubíls eða samkvæmt upplýsingum um endurgreiddan aksturskostnað, fór hver þingmaður í hverri viku í apríl og maí annars vegar og september og október hins vegar frá því á árinu 2013 og þar til nú? Svar óskast sundurliðað eftir kjördæmum og þingmönnum hvers kjördæmis. Ef ekki er unnt að nafngreina þingmenn óskast svarið án nafna þingmanna.“

Þannig hefst fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni til Alþingis.

Björn Leví spyr einnig: „Hefur forseti Alþingis eða skrifstofa Alþingis einhvern tíma gefið þingmönnum leiðbeiningar um hvort hægt sé að fá endurgreiddan aksturskostnað vegna ferða á fundi sem haldnir eru vegna kosninga? Eru í gildi reglur um hvort eða í hvaða tilfellum þingmenn geti fengið ferðir vegna kosningabaráttu endurgreiddar?“

Þá er spurt hvort forseti þingsins líti þannig á að ferðir á fundi vegna kosninga tengist störfum þingmanna. „Svar óskast með rökstuðningi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Fá þingmenn endurgreiddan aksturskostnað vegna ferðar sem er á tvo eða fleiri fundi í sömu ferð sem teljast ýmist þáttur í starfi þingmanns eða vegna prófkjörs eða kosningabaráttu? Ef svo er, hvers vegna er litið svo á að þingmenn nýti ferðina vegna kosningafundar til þingstarfa en ekki öfugt? Svar óskast með rökstuðningi.“

Svo vill Björn Leví vita um afleiðingarnar fari þingmaður gegn reglum:

„Hvaða afleiðingar hefur það ef þingmaður skráir ekki réttilega hlunnindi sem hann fær frá þinginu í formi endurgreiðslu ferðakostnaðar eða ferða með bílaleigubíl þegar hann er ekki í erindum sem teldust störf þingmanns skv. 2. mgr. 7. gr. laga um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, nr. 88/1995?“

Og síðasta spurningin er svona:

„Ef þingmaður kynni að brjóta gegn ákvæðum laga um þingfararkostnað varðandi endurgreiðslu ferðakostnaðar yrði honum gefið tækifæri til þess að endurgreiða ofgreiddan kostnað áður en gripið er til ýtrustu mögulega aðgerða sem eru fyrir hendi samkvæmt lögum og reglum?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: