Vegan er lífstíll sem sífellt fleiri aðhyllast. Í Vegan – eldhús grænkerans fer Rose Glover nærinarþerapisti yfir það sem máli skiptir í þessu sambandi. Hún …:
– leggur fræðilegan grundvöll að grænkerafæði
– tiltekur hvaða fæðutegundir geta komið í stað kjöts og mjólkur
– kynnir meira en 100 grænkerategundir fyrir lesandanum
– skýrir næringarinnihald þeirra
– setur fram grunnuppskriftir og hvernig skuli elda þær og bera fram.
Þá eru í bókinni næringartöflur sem gera hana eigulega, ekki aðeins fyrir grænkera, heldur hvern þann sem hefur áhuga á hollu mataræði.
Þessi glæsilega bók fæst í öllum bókaverslunum og hjá Heimkaupum, en einnig er hægt að panta hana hjá útgefandanum, Bókaútgáfunni Hólum, í netfanginu: holar@holabok.is
Verð bókar er 6.380- og bætist ekkert sendingargjald ofan á það ef pantað er frá Bókaútgáfunni Hólum.