Atvinnumálanefnd Alþingis vill láta strandveiðimenn éta lús úr lófa sínum, Smábátafélagið Hrollaugur á Höfn mótmælir harðlega lélegu frumvarpi.
Loforðið um úttekt á útkomu veiðanna í fyrra var svo sannarleg svikið.
Yfirlýsing frá smátafélaginu Hrollaugi.
Þjóðarskömmin sækir í sig veðrið og nær nýjum hæðum með nýju frumvarpi atvinnumálanefndar Alþingis um strandveiðar sem flutt var fyrir nokkrum dögum. Þetta er sama frumvarp og samþykkt var í fyrra á Alþingi, í engri sátt við þá sem í greininni starfa, en flytjandanum, Lilju Rafneyju Magnúsdóttur formanni atvinnumálanefndar virtist alveg sama um það og virðist enn vera sama.
Nú stendur ekki til að frumvarpið verði samþykkt sem bráðabirgðalög eins og í fyrra, heldur sem allsherjarlög frá Alþingi. Það er að segja verði þetta frumvarp samþykkt verður strandveiðikerfið ónýtt til frambúðar og fátæktrargidra þeirra sem vilja hefja útgerð á Íslandi.
Sami lúsar skammtur, sama óvissa, sömu axlabönd, sama belti, sama óöryggið, sama ólympska formið mun ríkja um strandveiðar verði frumvarpið samþykkt óbreytt.
Ekki virðist eiga útbúa frumvarpið þannig að byggðarlög smábátaútgerð og atvinna muni eflast í kringum landið. Nei þvert á móti þá á að reyna að keyra þetta í gegn óbreytt þvert á það sem greinin hefur óskað eftir og samfélagið þarfnast.
Frumvarpið er nánast alveg eins og það frumvarp sem þröngvað var í gegnum þingið rétt fyrir upphaf strandveiðitímabilsins í fyrra í óþökk við flest alla sem í greininni starfa og vísa ég hér í þær umsagnir sem úr greininni komu varðandi það frumvarp sem eru aðgengilegar á vef alþingis.
Úttekt á tilraun frumvarpsins sem Alþingi samþykkti í fyrra var lofað að ætti að fara strax af stað síðasta haust eftir að veiðum lyki svo meta mætti árangurinn á fyrirkomulaginu til þess að ná í staðreyndir (rök) og það hvernig strandveiðimönnum líkaði við tilraunina í kringum landið.
Ekki hefur verið útbúin skýrsla né hefur engin úttekt átt sér stað.
Þrátt fyrir það að engin rök liggi fyrir um niðurstöðu tilraunarinnar sem að strandveiðisumarið 2018 var, leggur atvinnuveganefnd nú fyrir að festa fyrirkomulagið í sessi til frambúðar í ósátt við þá sem starfa í greininni.
Eru vinnubrögð löggjafarvaldsins kannski svona í fleiri málum, engin úttekt, bara getgátur um það hvernig til hafi tekist eða hvernig til muni takast og lög afgreidd á færibandi eftir því og lífsviðurværi byggða og íbúa þess allt í kringum landið sett í algera óvissu?
Í frumvarpinu var afkoma um það bil 600 fjölskyldna og fjölda byggðarlaga sett að veði í nafni tilraunar sem engin sátt var um innan greinarinnar, ef að við miðum við þær umsagnir sem sendar voru inn um frumvarpið.
Loforðið um úttekt á útkomu veiðanna í fyrra var svo sannarlega svikið. Rökin eru ekki til staðar. Þingmenn koma í pontu og geta sér bara til um hlutina og flestir geta sér bara til eitthvað út í loftið í anda þess sem þeir vilja strandveiðikerfinu eða hreinlega ljúga framan í þjóðina eins og t.d að frumvarpið bæti öryggisþátt sjómanna sem það gerir á engan hátt.
Við í smábátafélaginu Hrolllaugi hlustuðum á flutning nýja frumvarpsins og þá þingmenn sem tjáðu sig með holri og ósannfærandi röddu um að þetta frumvarp væri svo gott fyrir þjóðina. Í röddum þeirra mátti hæglega greina ósannfært fólk haldandi rökleysu framan í alþjóð og það sem meira er er að þetta sama fólk veit það sjálft. Það er erfitt að fela ósannfæringuna, það sjá allir í gegnum hana. Eina sannfæringin var í rödd þingmanns Pírata sem flutti mál sitt vel og greinilega og hefur sanngirni að leiðarljósi við lagasetningu fyrir þjóðfélagið og hefur skilning á þörfum fiskveiðiþjóðfélags ólíkt öllum hinum.
Uppsetning strandveiði-frumvarpsins 2019
Frumvarpið er þannig uppsett að það skín í gegn að það skuli gera strandveiðimönnum eins erfitt fyrir að ná skammti sínum og mögulega hægt er en ekki öfugt, eins og maður myndi halda að ætti að skína í gegn í sanngjörnu fiskveiðisamfélagi.
Það liggur algerlega ljóst fyrir hvað það er sem þarf að gera í frumvarpi þessu til þess að almenn sátt náist um það. Það vita það allir þingmenn, ráðherrar, hagsmunasamtök og atvinnumálanefnd líka. Kannski er bara pólitískur ómöguleiki fyrir sanngirni inni á Alþingi eða nefndarinnar.
Það hefur víða komið fram að tryggja þurfi það að allir strandveiðibátar fái að róa sína 48 daga án nokkurra heimilda Fiskistofu eða Sjávarútvegsráðherra á því að stöðva strandveiðar fyrr en síðasti bátur hafi lokið sínum 48 dögum. Annars er engin sátt um þetta fyrirkomulag strandveiða og þetta vita allir. Sé það ekki tryggt geti pottur strandveiða klárast á miðju sumri og það vita allir. Nóg er um takmarkanir á hvern bát og líkurnar á því að veiðarnar fari úr böndunum eru hverfandi, 4 rúllur á bát, 14 stunda veiðiferð,650 þorskígildi í hverri veiðiferð, 4 mögulegir veiðidagar í viku en að hámarki 12 í mánuði fyrir utan það að á þessum veiðum eru smábátar sem eru verulega háðir veðri. Þingmenn segja „vonandi dugar þetta og örugglega dugar þetta“. Þetta eru baragetgátur um það að allir fái að róa sína 48 daga. Svona ætlar atvinnumálanefnd að efla atvinnu í landinu!
Að ufsaveiðar verði algerlega frjálsar á handfæri innan kerfisins og að aflaverðmæti hans renni óskert til útgerðarinnar að fullu en ekki bara að hluta til eins og lagt er til með frumvarpinu. Strandveiðimenn borga auðlindagjöld nú þegar í kerfinu eins og aðrar útgerðir. Það brenna þúsundir tonna inni af aflaheimildum í ufsa á hverju fiskveiðiári sem er sóun á atvinnutækifærum þjóðarinnar sem Alþingi virðist frekar vilja sóa en að nýta til að byggja upp atvinnu og byggðarlög.
Allir strandveiðimenn verða að fá 6 mánuði til þess að veiða sína 48 daga, þetta verður að vera til þess að koma til móts við mismunandi fiskgegnd á svæðum umhverfis landið. Sum svæði í kringum landið eru algerlega fisklaus megnið af þessu 4 mánaða strandveiðitímabili sem lagt er til en með vali um nýtingu á dögum gætu strandveiðimenn nýtt daga sína þegar fiskur er nálægt þeirra heimahöfnum.
Með þessum breytingum er það alger trú okkar vissa að almenn sátt næðist um strandveiðar Íslenskar fiskveiðiþjóðar, lögin á ekki að setja til frambúðar heldur verður þetta að vera til bráðabirgða svo hægt verði að byggja ný lög til lengri tíma á staðreyndum og reynslu af því sem að ofan er talið. Er það nema von að þjóðfélagið sé með blæðandi byggðir allt í kringum landið þegar löggjafinn reynir að hafa þetta eins lús lélegt og hægt er.
Við í smábátafélaginu Hrollaugi munum enn eftir því þegar Lilja Rafney kom í sjónvarpsfréttir við upphaf strandveiðanna í fyrra eftir að við höfðum lýst áhyggjum okkar á tilraunaverkefni hennar síðast sumar á um það bil 600 fjölskyldum sem stóla afkomu sína á strandveiðum og fjölda byggðarlaga í kringum landið sem gera það líka, þar sem hún sagði okkur í smábátafélaginu Hrollaugi hugsa bara um okkar eigin hagsmuni. Þar laug hún drottningin blákalt því smábátafélagið Hrollaugur hefur barist fyrir því að strandveiðikerfið verði eins gott fyrir alla strandveiðimenn sama hvar á landinu þeir búa. Þar vitnar stefna okkar, tölvupóstar og umsagnir okkar um málefni strandveiða algerlega um það.
Það geta allir vitnað um sem til okkar þekkja, þeir sem halda öðru fram eru hreinlega að ljúga sem kemur á endanum aftan að þeim sem það stunda.
Þess vegna er með öllu óeðlilegt og ófagmannlegt að alþingismaður eins LRM ljúgi þannig framan í alþjóð um það hverju við í Hrollaugi erum að berjast fyrir.
Nú er það orðið staðreynd að loðnan er ekki til staðar í veiðanlegu magni, mikill brestur í humarveiðum og afleiðingarnar verða gífurlegar fyrir allt samfélagið og sérstaklega landsbyggðina. Svo kemur þessi lús, þetta frumvarp úr lófa LRM í formi frumvarps til strandveiða eins og enginn raunverulegur vilji sé til staðar til þess að efla þetta kerfi svo um munar. Svona ætlar hún og atvinnumálanefnd að efla atvinnu og smábátaútgerð í landinu og reynir að fá löggjafarvaldið til að samþykkja slíkt. Þjóðfélagið þarf ekki strandveiðibrest líka, það yrði þá manna verk ef svo fer.
Það að reyna að segja að það sé ekki nægur tími til þess að þetta frumvarp geti orðið sanngjarnt og hægt verði að breyta því er náttúrlega lýsing á vilja og áhugaleysinu á að efla smábátaúrgerð,byggðarlög og atvinnu í kringum landið og væri helst notað sem rök hjá þeim sem nenna ekki eða vilja ekki vinna á sanngjarnan hátt fyrir þjóðina.
Við í smábátafélaginu Hrollaugi vildum breytingar á frumvarpinu síðasta vor sem rímuðu við flestar aðrar umsagnir úr greininni en allt kom fyrir ekki, það er ekki hlustað á þá sem í kerfinu vinna og vilja efla kerfið svo um munar.
Við í Hrollaugi hvetjum alla alþingismenn sem en hafa einhvern sanngirnisvott og raunverulegan vilja til þess að efla þetta þjóðfélag til þess að gera fiskveiðikerfið á Íslandi sanngjarnt fyrir fiskveiðiþjóðina Ísland og keyra þetta frumvarp í gegn með breytingum sem við erum vissir um að myndu skapa sátt um strandveiðikerfið og hefur komið svo oft fram hverjar þurfa að vera, þjóðin á slíkt skilið og á það inni hjá ykkur sem á þinginu starfa. Heimildir Fiskistofu og Sjávarútvegsráðherra á að stöðva veiðar áður en síðasti bátur hefur lokið sínum 48 dögum verði tekin út úr frumvarpinu, því íslensk smábátaútgerð þarf á því að halda til þess að dafna og það eykur öryggi sjófarenda í kerfinu algerlega.
Tímabilið til þess að veiða sína 48 daga þarf að vera 6 mánuði til þess að hægt sé að nýta veiðidaga sína þegar fiskur er á heimasvæðum útgerðanna. Leyfið okkur þjóðfélaginu að ákveða sjálf á hvaða dögum við róum því það eykur öryggi og hagræðingu og eykur möguleika okkar á að veiða verðmætasta fiskinn og við getum notað dagana okkar í að róa þegar fiskur er á miðunum í kringum okkur, takið af alla svæðaskiptingu, þegnar landsins eiga að fá að ganga að því sama alltstaðar í kringum landið.
Gefið ufsaveiðar innan kerfisins algerlega frjálsar, þannig komum við verðmætum á land sem annars eru ekki nýtt og látin detta niður dauð um hver fiskveiðiáramót.
Og í guðanna bænum lyftið hnefa Djúpríkisins af herðum ykkar og farið að vinna á sanngjarnan hátt fyrir þjóðina. Íslenskt fiskveiðiþjóðfélag á það skilið en ekki þessa lús úr lófa ykkar sem við viljum bara ekki trúa að sé það sem þið viljið handa þjóðinni. Breytið þessu frumvarpi eða fellið það og látið þjóðfélagið aldrei þurfa að sjá það aftur.
Við í Hrollaugi hvetjum líka alla strandveiðimenn og hagsmunafélög þeirra allt í kringum landið til þess að standa upp og krefjast sanngirni í strandveiðum þar sem allir muni búa við jafn gott kerfi en ekki jafn lélegt. Það er með aðdáun sem við horfum til baráttu þeirra forsvarsmanna verkalýðsfélaganna fyrir félagsmenn sína einmitt í dag, hvernig þeir bogna ekki vitund undan hnefa Djúpríkisins þegar þeir berjast fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna. Þannig ættum við strandveiðimenn allir sem einn að hugsa og vinna.
Vigfús Ásbjörnsson
Formaður Smábátafélagsins Hrollaugs á Höfn í Hornafirði