- Advertisement -

Boðar skattahækkanir en enginn hlustar

Blessaður karlinn hann Sigurður Ingi. Í dag gerði hann sig sýnilega með því að boða miklar skattahækkanir. Svo aum er staða Sigurðar Inga að til undantekninga heyrir hafi  hann vakið hina minnstu athygli með framferði sínu.

Bjarni Ben, yfirmaður dýralæknisins í ríkisstjórninni, boðaði sömu hækkun fyrir fáum dögum. Viðbrögðin voru önnur en nú. Segjast verður sem er að staða Sigurðar Inga er einmitt svona. Hann er viðhengi sem nánast engu skiptir.

Eitt sinn, ekki lengi samt, var hann forsætisráðherra og þótti um tíma frambærilegur í pólitík. Undir hans forystu klofnaði Framsóknarflokkurinn sem kannski var svo ekki til skiptanna þegar til kom. Já, aumt er það og aumt verður það.

Það er ekki bjart framundan hjá Framsókn. Flokkurinn fær engu framgengt og er ekki til neins í ríkisstjórninni, nema til að greiða atkvæði. Bjarni Ben er einhverskonar djöfull Sigurðar Inga. Heldur honum í heljargreipum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bjarni meira að segja stal frá Sigurði Inga kastljósinu um boðaðar skattahækkanir. „Hægt yrði að tvöfalda þá upphæð sem rynni til vegakerfisins með sérstöku notendagjaldi af einstökum mannvirkjum, s.s. brúm og göngum,“ segir Sigurður Ingi, en það sem hann nefnir notendagjöld eru auðvitað nýir skattar.

Það sjá flestir í gegnum þetta. Sigurður Ingi, við erum ekki eins heimsk og þú heldur.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: