Greinar

Boðar lægri skatta á fyrirtækin

By Ritstjórn

July 13, 2021

„Miðflokk­ur­inn vill minnka rík­is­kerfið, ein­falda það og lækka skatta svo hjól at­vinnu­lífs­ins geti snú­ist af fullu afli. Ryðja þarf þeim stein­um úr vegi sem hindra öfl­uga at­vinnu­sköp­un,“ segir meðal annars í nýrri Moggagrein sem Karl Gauti Hjaltason sem skrifar.

Karl Gauti á nú í keppni við Birgi Þórarinsson um fyrsta sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Ljóst er að annar þeirra fellur – jafnvel báðir. Staða Miðflokksins er aum þessa dagana. Karli Gauta skolaði inn á þing sem frambjóðanda Flokks fólksins. Hann er einn af Klausturskörlunum.

Aftur að grein Karls Gauta:

„Heil­brigðis­kerfið er að verða að óskapnaði. Sov­étið er mætt og rík­is­rekst­ur er kjör­orð dags­ins. Biðlist­ar og rán­dýr­ar ut­an­stefn­ur sjúk­linga og sýna eru helstu verk­efn­in. Inn­lend­um aðilum er ekki treyst­andi, sér í lagi ef rík­is­stimp­ill­inn er ekki á launa­seðli þeirra. Sveit­ar­fé­lög­in eru lát­in greiða halla­rekst­ur hjúkr­un­ar­heim­ila og flýja nú óviðun­andi aðstæður sem rík­is­valdið skapaði og viðheld­ur í rekstri þeirra. Spít­alaþjón­usta úti á landi heyr­ir nán­ast sög­unni til og öll­um lands­mönn­um er stefnt til höfuðborg­ar­inn­ar ef þeir þurfa á henni að halda. Sjúk­ling­ar þurfa að fara í löng og erfið ferðalög. Kostnaður­inn við þetta fyr­ir­komu­lag er ómæld­ur og sjaldn­ast er tekið með í reikn­ing­inn öll fyr­ir­höfn­in, vinnu­tapið og tím­inn sem fer í súg­inn, ekki síst fyr­ir aðstand­end­ur.“