- Advertisement -

Boðar átök við „leigufélagshrægamma“

„Það er líka rétt að rifja upp að uppundir 80% þeirra sem misstu húseign sína í hruninu eru á leigumarkaði samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2015.“

„Það er sorglegt til þess að vita að fjárfestingarfélög sem sveimuðu eins og hrægammar yfir eignum þeirra fjölskyldna sem misstu húsnæði sitt vegna bankahrunsins hafa nú keypt þúsundir íbúða á sportprís sem fóru á nauðungarsölur. Nægir að nefna þær 450 íbúðir sem Almenna leigufélagið keypti af Íbúðalánasjóði í mars 2015 á einungis 10,1 milljarða, eða sem nam að meðaltali 22,5 milljónum á íbúð. Ætla má að Almenna leigufélagið hafi hagnast um 5 til 10 milljarða á þessum nánast gjafagjörningi sem þarna átti sér stað.“

Þetta skrifar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akrness. Hann segist, ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, hafa skoðað það ofbeldi sem sum leigufélög hafa beitt leigjendur. „…ofbeldi þar sem það liggur fyrir að verið er að hækka leigu um tugi prósenta á einu bretti. Hækkun sem numið getur tugumþúsund á mánuði og ef leigjendur gangast ekki við þeirri hækkun er þeim sagt um leigunni.“

Vilhjálmur mælist til að sala Íbúðalánasjóðs verði skýrð. „Það væri allavega þjóðráð hjá Alþingismönnum að kalla eftir skýringum á því afhverju íbúðarlánasjóði datt í hug að selja í mars 2015 Almenna leigufélaginu 450 bestu íbúðir sínar á einungis 10,1 milljarða.“

Og afleiðingarnar eru alvarlegar. „Að hugsa sér að núna er í mörgum tilfellum sömu fjölskyldunnar og voru bornar út á götuna í hruninu að leigja íbúðir sem þessi leigufélagahrægammarnir keyptu á gjafaverði og beita þessum sömu fjölskyldum miskunnarlausu ofbeldi með því að hækka leiguna gríðarlega ellegar þarf fólkið að enda aftur á götunni!“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svo skrifar Vilhjálmur: „Það er líka rétt að rifja upp að uppundir 80% þeirra sem misstu húseign sína í hruninu eru á leigumarkaði samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2015. En eins og allir vita þá misstu uppundir 10 þúsund fjölskyldur húsnæði sitt vegna þessa skefjalausa forsendubrests sem varð í hruninu þegar skuldir heimilanna stökkbreyttust nánast á einni nóttu og einnig vegna þess að atvinnumissis sem margir þurftu að þola, í kjölfar hrunsins.“

Vilhjálmur safnar nú reynslusögum fólks af leigumarkaði og segist ætla, ásamt Ragnari Þór og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að láta málið til sín taka.

 

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: