- Advertisement -

Boða verðhækkanir og uppsagnir

Þau fyr­ir­tæki sem kom­in voru að eða yfir þol­mörk út­gjalda…

Davíð Oddsson bendir á að ekki séu öll fyrirtæki þess umkomin að geta staðið undir nýgerðum og samþykktum kjarasamningum.

„Þetta er at­hygl­is­vert einkum nú þegar heimtað er með nokkr­um hávaða að fyr­ir­tæk­in, hvernig sem þau eru stödd, taki hvert og eitt á sig launa­hækk­an­ir sem miðstýrð sam­tök skrifuðu und­ir, hvort sem þau séu fær um það eða ekki,“ skrifar hann í leiðara dagsins.

Ekki fer á milli mála hvað er verið að boða:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Kaup­hækk­an­ir nú bætt­ust við mikla kaup­mátt­ar­hækk­un sem hér var orðin áður. Staðan hjá ein­stök­um fyr­ir­tækj­um er mis­mun­andi og víst munu all­mörg þeirra í fær­um um að bæta út­gjöld­um á sig án þess að afla tekna á móti. En þau fyr­ir­tæki sem kom­in voru að eða yfir þol­mörk út­gjalda fyr­ir samn­ings­gerð og sitja und­ir hót­un­um hækki þau verð vöru sinn­ar hljóta að spyrja: Hvað skal þá gera? Svarið blas­ir við og fáir vilja heyra það og enn færri axla ábyrgð á svar­inu.“

Af því sem segir í leiðaranum að SA á ekki stuðning Moggans eða aðstandenda þess. „Miðstýrð samtök“ segir í leiðaranum og fast er skotið að móðurskipi atvinnurekenda.

Á allra næstu dögum mun koma fram hvort mörg fyrirtæki muni ekki eða vilja ekki ganga í þeim takti sem ætlast er til. Og þá eru óvíst hver viðbrögð neytenda verða.

Stormspá er í kortunum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: