- Advertisement -

Blöskrar „ósannindi og blekkingar“

Hér stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi meirihlutans.

Kolbrún Baldursdóttir:
Ekkert alvöru samráð hefur verið haft við Miðbæjarfélagið, Öryrkjabandalag Íslands og Sjálfsbjörgu en fullyrt er án þess að blikna að „víðtækt samráð hefur þegar verið haft við hagsmunaaðila.

Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins, er ekki sátt við hvernig haldið er á málum við breytingu gatna í göngugötur. Hún segir meirihlutann styðjast við ósannindi.

„Borgarfulltrúa Flokks fólksins hreinlega blöskrar þau ósannindi sem reifuð eru í kafla skýrslunnar um samráðsferli. Ekkert alvöru samráð hefur verið haft við Miðbæjarfélagið, Öryrkjabandalag Íslands og Sjálfsbjörgu en fullyrt er án þess að blikna að „víðtækt samráð hefur þegar verið haft við hagsmunaaðila“. Borgarfulltrúi vill spyrja hvort skrifleg mótmæli um 247 rekstraraðila hafi farið fram hjá borgarstjóra en honum voru afhentir undirskriftarlistar fyrir fund borgarstjórnar í byrjun apríl,“ segir Kolbrún og spyr áfram:

Þú gætir haft áhuga á þessum


Er borgarstjóri búinn að henda þessum listum? Eða skoðaði hann þá aldrei?

„Er borgarstjóri búinn að henda þessum listum? Eða skoðaði hann þá aldrei? Hér stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi meirihlutans sem viðhafði aldrei neitt samráð um ákvörðun um varanlega lokun gatna. Svokallað samráð gekk í mesta lagi út á að leyfa fólki að tala en ekkert var hlustað. Flokkur fólksins gerir þá kröfu til meirihlutans og borgarstjóra að hann fundi umsvifalaust með Miðbæjarfélaginu, Öryrkjabandalagi Íslands og Sjálfsbjörgu um þessar fyrirætlanir. Hvorki hefur verið tekið mark á undirskriftum né Zenter könnun sem Miðborgin okkar fékk þó gerða. Miðbæjarfélagið hefur haft samband við á annað hundrað rekstraraðila og kannast engin við samráð hvorki nú né undanfarin ár. Allt tal um samráð eru því ósannindi og blekkingar.“

Fulltrúar meirihlutans sátu ekki þegjandi yfir ræðu Kolbrúnar og bókuðu að henni lokinni:

„Rétt er að nefna þá skipulagslýsingu sem verið er að samþykkja núna í auglýsingu í borgarráði 18. júlí sem er grunnurinn að því víðtæka lögformlega samráði sem í deiliskipulagsferlinu felst. Innihaldslausum upphrópunum fulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins um ósannindi er vísað á bug.“

Vigdís Hauksdóttir hafði bókað þetta fyrr á fundi borgarráðs:

„Reykjavíkurborg hagar sér eins og ríki í ríkinu sem ekki þarf að fara að lögum. Ekkert tillit er tekið til nýrra umferðarlaga hvað varðar göngugötur. Stefna sú sem kynnt er hér er í andstöðu við lög sett af Alþingi. Firringin er algjör og því beinlínis logið að samráð hafi verið haft við íbúa, verslunareigendur, rekstraraðila og félög hreyfihamlaða.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: