Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, sagði á Alþingi fyrir skömmu að honum blöskri framkoma Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar, en Guðmundur sagði að hann hafi frá 27. janúar beðið viðbragða vegna óskar um umræðu vegna afnáms gjaldeyrishafta, beiðni sem ekki hafi verið sinnt. „Hæstvirtur forsætisráðherra hefur mætt í eina sérstaka umræðu á kjörtímabilinu, þetta gengur ekki,“ sagði Guðmundur og bætti við að hann ætli að breyta beiðni sinni og beina henni til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks VG, sagði að enn og aftur sé forsætisráðherra ekki í þinginu til að taka þátt í fyrirsprunum, „Hann er oftar fjarri en gott getur talist.“
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði að þingmenn hafi reynt að eiga orðastað vð Sigmund Davíð. „En ekkert gengur.“ Hún spurði hvort Alþingi ætli að láta bjóða sér að formaður Framsóknarflokksins, forsætisráðherrann og þingmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mæti ekki til að svarað þingmönnum þegar þeir eru með löglegar beiðnir. „Er þetta boðlegt. Þetta gengur ekki lengur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
– sme