- Advertisement -

Blöndal setur ofan í við Davíð

Það er ekki fót­ur fyr­ir þess­ari full­yrðingu. Og það er raun­ar at­hygl­is­vert, að þú skul­ir setja hana fram.

Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og einn af dyggustu stuðningsmönnum Davíðs Oddssonar í áratugi, er ekki sáttur við sinn gamla foringja. Alls ekki. Halldór skrifar ádrepu í blað Davíðs, Moggann, þar sem hann skammast við Davíð. Slíkt er sjaldgæft meðal sjálfstæðismanna.

„Ég hef fundið það glöggt, að meðal sjálf­stæðismanna er mik­il ánægja yfir stöðu þjóðmála og for­ystu flokks­ins. Þrátt fyr­ir gjaldþrot Wow-air og hrun loðnu­stofns­ins er svig­rúm til að bæta lífs­kjör og lækka skatta. Menn taka eft­ir því að það er traust milli formanna stjórn­ar­flokk­anna, sér­stak­lega Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur og Bjarna Bene­dikts­son­ar, og skilja af reynsl­unni að það er for­send­an fyr­ir því, að áfram megi vel tak­ast um stjórn þjóðmála. Sam­an fer sterk staða þjóðarbús­ins, meiri kaup­mátt­ur og jafn­vægi í efnahagsmálum.“

Davíð er ákveðinn andstæðingur Bjarna og opinbera sífellt þá skoðun sína. Það eru skrif Davíðs í Reykjavíkurbréfi Moggans frá sunnudegi sem fylltu mælinn hjá Halldóri, sem boðar frekari skrif um sinn gamla formann.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Halldór skrifar:

Margt fell­ur mér illa í þessu þínu síðasta Reykja­vík­ur­bréfi en verst þó, að þú skul­ir halda því fram að í þriðja orkupakk­an­um fel­ist framsal á yf­ir­ráðum yfir ís­lensk­um orku­markaði til stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins.

„Í Reykja­vík­ur­bréfi ger­ir þú orð Jóns Hjalta­son­ar að þínum. Það var ógæti­legt og það hefðir þú ekki gert, ef bet­ur hefði legið á þér. Í grein Jóns er mikið af rang­færsl­um og raun­ar bein ósann­indi. Ég tek dæmi en af nóg­um er að taka. Jón skrif­ar til for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins: Þið réðuð Má Guðmunds­son sem seðlabanka­stjóra ekki einu sinni held­ur tvisvar. Hið rétta er, að Már var ráðinn í júlí 2009 en þá var vinstri stjórn í land­inu. Már var síðan end­ur­ráðinn eft­ir aug­lýs­ingu 2014 og skipaði Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra í stöðuna. Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son var þá for­sæt­is­ráðherra og hafði um það að segja. Rétt er að rifja upp, að hann var formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins í byrj­un árs 2009 þegar all­ur þing­flokk­ur þess flokks greiddi at­kvæði með því að breyta lög­um um Seðlabank­ann til þess að losna við þá seðlabanka­stjóra sem þá voru. Einn þeirra varst þú, Davíð Odds­son. Margt fell­ur mér illa í þessu þínu síðasta Reykja­vík­ur­bréfi en verst þó, að þú skul­ir halda því fram að í þriðja orkupakk­an­um fel­ist framsal á yf­ir­ráðum yfir ís­lensk­um orku­markaði til stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins. Það er ekki fót­ur fyr­ir þess­ari full­yrðingu. Og það er raun­ar at­hygl­is­vert, að þú skul­ir setja hana fram. Þjóðin á það þér að þakka, að samn­ing­ar tók­ust um hið Evr­ópska efna­hags­svæði og þú sann­færðir mig og aðra um, að sá samn­ing­ur rúmaðist inn­an ákvæða stjórn­ar­skrár­inn­ar. Sömu­leiðis fyrsti og ann­ar orkupakk­inn. Þar vannstu gott verk og þarft.“

Halldór boðar framhald.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: