- Advertisement -

Blómlegt sjálftökukerfi sérfræðinga

Heilbrigðismál „Samantekið benda þessar niðurstöður til þess að tíðni þessara fjögurra aðgerða, ristilspeglana, liðspeglana á hné, rörísetninga í miðeyru barna og hálskirtlataka, sé mun hærri hér á landi en í nágrannalöndunum,“ segir í nýrri rannsókn landslæknis.

„Embætti landlæknis hefur ekki reynt að meta kostnað við þessar aðgerðir en ætla má að hann skipti hundruðum milljóna. Á sama tíma benda biðlistar hér á landi til þess að hér sé gert of lítið af aðgerðum eins og liðskiptum í mjöðmum og hnjám og e.t.v öðrum aðgerðum sem fyrst og fremst eru gerðar á opinberum stofnunum. Ástæða er til að ætla að þessi mynd tengist að einhverju leyti ólíkum greiðslukerfum í opinberri og einkarekinni þjónustu eins og bent var á í skýrslu McKinsey. Sérstaklega er þetta umhugsunarvert þar sem raunútgjöld ríkisins til einkarekinnar þjónustu hafa aukist um 40% frá árinu 2010 meðan þau hafa dregist saman til opinberrar þjónustu um 10% samkvæmt nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar.

Er það svo, ganga læknar svo langt að þeir framkvæmi ónauðsynlegar aðgerðir, til þess að auka launin sín? Já, það má finna vísbendingar um ónauðsynlegar aðgerðir. Bandarísk gögn sýna til dæmis að í þeim fylkjum þar sem eytt er meiri fjármunum í heilbrigðisþjónustu en í öðrum fylkjum, er samt ekki um betri heilbrigðisþjónustu að ræða.

En vinna læknar óþarfa verk, til þess eins að hagnast? Birgir Jakobsson landlæknir var spurður um þetta í viðtali á Hringbraut. Hann sagði að það tíðkist of oft að læknar vinni óþarfa verk.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér er verið að tala um sjálftökukerfi. Læknar stjórni hversu oft sjúklingar koma og hvað er gert. Því meira sem gert er því hærri verða tekjur læknanna. Rannsóknir sýna að slíkt gerist.

Um þetta sagði Birgir Íslendinga ekki verja minni peningum til heilbrigðismála en aðrir þjóðir. En leiða megi líkur að því að við nýtum peningana verr en aðrar þjóðir.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: