- Advertisement -

Blóðrauða skýjaborgin

Forráðamenn hins væntanlega flugfélags Play fara ekki vel af stað. Allt þeirra virðist stirt og fálmkennt. Kannski er þeim vorkunn. Þeir eiga bágt að ætla að feta grýtta slóð fallinna íslenskra flugfélaga.

Ljóst þykir að þeir fóru of snemma af stað með kynninguna. Virtust ekki tilbúnir. Til að ná til sín annarra peningum má ekki slá feilnótu. Ekki eina einustu. Í raun hafa forráðamenn félagsins ekkert sagt eða ekkert gert sem bendir til að þeir nái Play á flug.

Endurreisn WOW er heldur ekki traustvekjandi. Þeim fækkar sem telja að alvara verði úr þeim væntingum. Play er enn sem komið er ekkert annað en draumórar og útreikningar. Meðan ekkert annað gerist er Play bara skýjaborg. Blóðrauð skýjaborg.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: