- Advertisement -

Blindi bankasölumaðurinn

Sverrir Björnsson.

Sverrir Björnsson, hönnuður og íbúi í Gaðrabæ, skrifar fína grein í Fréttablaðið í dag. Greinin er svo góð að hún er birt hér.

„Ég hef aldrei verið sterkur í fjármálalæsi en nágranni minn hér í Garðabænum virðist vera enn þá slakari en ég. Ég hef nokkrar áhyggjur af honum blessuðum því hann er svo hoppandi glaður með hvernig til tókst með söluna á Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa lesið skýrslu Ríkisendurskoðanda sem sýnir margvíslegt klúður og að hlutur ríkisins var seldur á lægra verði en hægt var að fá.

Fjármálablinda er manni til mikilla trafala í lífinu og þessi granni minn var fyrir hrun í alls konar vafningum í einkageiranum sem fóru illa en hefur nú sogið sig fastan á ríkisspenann. Flestir eru sammála um að ef þú hefur ekki fjármálavit er ekki farsælt að vera vasast mikið í peningum og sérstaklega ekki peningum annars fólks. Þrátt fyrir að hafa unnið manna lengst í faginu slær fjármála tregða hans öll met því vininum er lífsins ómögulegt að skilja þessi einföldu sannindi: Ef þú selur vöru sem mikil eftirspurn er eftir á lægra verði en kaupendurnir eru tilbúnir að borga ertu að tapa peningum.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Svarið við þeirri ráðgátu er að finna hjá nýjasta glæpasagnahöfundi landsins.

Eitt þúsund fimm hundruð sjötíu og fimm milljónir út um gluggann segir í skýrslunni um nýjustu söluna hjá honum til handvalinna kaupenda. Það er mikið fé og tekur láglaunafólk þúsundir ára að vinna fyrir því. Sá hluti þjóðarinnar sem hefur bara kapítal til að fjárfesta í strætómiðum og lífsnauðsynjum tapaði því sem nam undirverðlagningu á bankanum. Þeir fjármunir munu ekki fara í uppbyggingu innviða landsins. Það er ránið.

Fyrri salan í Íslandsbanka byggðist líka í sér sölu á hlut fátæks fólks á undirverði til fólks sem átti peninga til að fjárfesta í banka. Öfugur Hrói höttur og allir glaðir?

Er það þetta sem granni minn meinar með Stétt með stétt eða á hann við hellulagðar innkeyrslurnar hér í Garðabænum? Sumir flokkar hafa þá hugsjón að koma eignum almennings til einkaaðila en stjórnlaus gleði grannans með þessi reglulegu bankarán bendir til að hæstvirtur sé annað hvort talnablindur eða siðblindur.

Milljón dollara spurningin er síðan hvernig þessar útsölur á eigum almennings til auðmanna eru liðnar aftur og aftur þrátt fyrir mikla andstöðu meirihluta fólks í landinu. Svarið við þeirri ráðgátu er að finna hjá nýjasta glæpasagnahöfundi landsins.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: