- Advertisement -

Blinda þingmanna á eigin stöðu

Gunnar Smári skrifar:

Gekk fram hjá sjónvarpi í morgun þar sem þingmenn höfðu i Silfrinu miklar áhyggjur af því að almenningur bæri ekki traust til lögreglunnar. Samkvæmt könnunum treysta um 83% landsmanna löggunni en aðeins 18% Alþingi. Ég velti fyrir mér hvort ein ástæðan fyrir litlu trausti á Alþingismönnum gæti verið blinda þeirra gagnvart eigin stöðu.

Ari Trausti Guðmunmdsson.

Annað sem kom mér á óvart var að hlusta á Ara Trausta, þingmann VG, halda því fram að vegatollar væru bæði skynsamlegir og réttlátir, fátækt fólk sem þyrfti nú að borga af litlum launum sínum til að komast leiðar sinnar gætu huggað sig við að það sparaði bensín á móti. Sem er bara alls ekki tilfellið varðandi vegatolla á höfuðborgarsvæðinu. VG-liðar eru orðnir svo harðir talsmenn nýfrjálshyggjulausna að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar þurftu ekki að selja þessa hugmynd; að innviðir yrðu byggir upp af notendagjöldum en ekki sanngjarnri skattheimtu af þeim sem eru helst aflögufærir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: