- Advertisement -

Blikur á lofti í fluggeiranum

Drífa Snædal, forseti ASÍ, skrifar helgarspistil:

Um tvö hundruð og fimmtíu manns fengu uppsagnarbréf mánuði fyrir jól vegna óvissu um framtíð WOW. Auk þess er fullt af fólki ráðið tímabundið til flugfélagsins og framtíð þess er líka í óvissu. Nýr fjárfestir sem kynntur var til sögunnar í gærkvöldi, Indigo rær að því öllum árum að halda fargjöldum niðri með því að halda meðal annars launakostnaði niðri.

Þegar sjónum er beint að hinu stóra flugfélaginu, Icelandair, berast þaðan uggvænlegar upplýsingar þar sem búið er að skilyrða áframhaldandi hlutastörf flugfreyja og flugþjóna við örorkumat. Þannig er verið að knýja þá sem vilja halda í sín hlutastörf til að sækja um örorku. Þetta eru ótrúleg vinnubrögð hjá Icelandair en á sama tíma lýsa atvinnurekendur yfir miklum áhyggjum af nýgengi örorku og telja það hina verstu samfélagsþróun. Hugmyndaflugi atvinnurekenda til að skerða réttindi starfsfólks og gera fólki erfitt um vik á vinnumarkaði eru lítil takmörk sett.

Það er því full ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af starfsfólki hjá flugfélögunum og tengdum fyrirtækjum og velta fyrir sér hvernig þróun á réttindum launafólks verður í nánustu framtíð. Ferðaþjónustan er ein af okkar undirstöðu atvinnugreinum en við erum á undarlegri leið ef réttindi starfsfólks í greininni eru fyrir borð borin og við ætlum að byggja okkar hagvöxt á félagslegum undirboðum, láglaunastefnu og skertum réttindum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er mikið verk að vinna og vonandi rætast ekki verstu spár. Við fylgjumst vel með þróuninni og ég sendi launafólki í lofti og láði baráttu- og stuðningskveðjur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: