„Óli Björn óttast að vakna einn daginn í hlekkjum „réttlátrar ógnunar“. Ég held hins vegar að hann ætti að líta í spegil og reyna að skilja að það er einmitt hans meðvirka sérhagsmunapólitík sem heldur fjölmörgum í slíkum hlekkjum nú þegar,“ skrifar Björn Leví Gunnarsson í Moggagrein í dag.
Tilefni greinar Björns Leví er: „Sl. miðvikudag skrifaði Óli Björn Kárason pistil í Morgunblaðið um ógn hinna „réttlátu“ sem fjallaði um nýja tegund stjórnmála þar sem ógn er notuð til þess að knýja fram þjóðfélagsbreytingar. Ég tek undir það sjónarmið sem Óli Björn fjallar um, slík stjórnmál eru vissulega til og eru varhugaverð. Þar með sé ekki öll sagan sögð því Óli Björn vill greinilega ekki kannast við réttlátu reiðina sem liggur þar að baki.
Björn Leví skrifar um sérhagsmunapólitík Óla Björns og hvernig híun heldur mörgu fólki ói hlekkjum. „Í hlekkjum sinnuleysis, hlekkjum ósvífni og hlekkjum valdahrokans sem ber ekki ábyrgð á eigin mistökum heldur verður enn hrokafyllri og ósvífnari. Í þannig hlekkjum er reiðin réttlætanleg og valdhafar ættu að sýna þeirri reiði virðingu og skilning því annars getur reiðin vissulega þróast út í ógn.“