- Advertisement -

Blekkingarver í Helguvík

Jóna Sólveig Elínardóttir:
„…að stjórnmálamenn grípi í taumana og tali hátt og skýrt fyrir úrbótum….“

Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar og þingmaður í Suðurkjördæmi, veltir fyrir sér stöðu United Silicon í Helguvík.

„Það er ljóst að margt er við undirbúning uppbyggingar kísilvers United Silicon í Helguvík að athuga. Þær raddir heyrast jafnvel að villt hafi verið um fyrir íbúum Reykjanesbæjar í aðdraganda verkefnisins,“ skrifar hún á Vísi.

„Gagnrýnendur vísa þar m.a. til þeirra fyrirheita að fjöldi mikilvægra starfa myndi skapast fyrir íbúa svæðisins sem höfðu einmitt glímt við verulegt atvinnuleysi. Því var haldið fram að í boði yrðu vel launuð störf en sú hefur því miður ekki orðið raunin. Þá er gagnrýni vert hversu lítið var gert úr þeim neikvæðu umhverfisáhrifum sem hlotist gætu af starfseminni en við sjáum nú að neikvæð áhrif á nærsamfélagið voru stórlega vanmetin.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Jóna Sólveig nefnir fleira, svo sem að allt hafi verið vanáætlað, vanfjármagnað og að reynsluleysi, þeirra sem réðust í byggingu iðjuversins, hafi skipt miklu. „…sem síðan veldur því að fyrirtækið hefur verið í skuld bæði við sveitarfélagið og verktakafyrirtæki sem að uppbyggingunni komu.“

„Það er eðlilegt, þegar íbúar Reykjanesbæjar finna til óöryggis, þegar heilsu þeirra er ógnað vegna mengunar og þegar vegið er að lífsgæðum þeirra, að stjórnmálamenn grípi í taumana og tali hátt og skýrt fyrir úrbótum,“ skrifar Jóna Sólveig.

Hér er unnt að lesa alla greinina.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: