- Advertisement -

Blekkingarleikur og ósannindi segir Vigdís

Vigdís Hauksdóttir:
Í andstöðu við yfirgang meirihlutans í Reykjavík.

„Með staðfestingu á þessari aðalskipulagsbreytingu er tryggt að til frambúðar verði grænt svæði umhverfis stakkstæðin í Saltfiskmóanum. Það sama á við um Vatnshólinn og næsta nágrenni hans. Það var ekki í eldra aðalskipulagi, þá var svæðið allt skilgreint sem þróunarsvæði og engin vernd var á grænum svæðum innan reitsins,“ segir í bókun meirihluta borgarstjórnar.

Vigdís Hauksdóttir keypti þetta ekki dýru verði:

„Upp hefur komist um blekkingarleik og ósannindi borgarstjóra og meirihlutans í þessu máli. Látið var líta út fyrir að tillit hafi verið tekið til fjölmargra athugasemda og óánægju frá umsagnaraðilum á Sjómannaskólareitnum. Hagsmunasamtökin Vinir Saltfiskmóans upplýstu um það í fréttatilkynningu í vikunni. Í yfirlýsingu frá samtökunum kemur fram að borgin hafi stækkað lóð Sjómannaskólans að kröfu framkvæmdasýslunnar fyrir hönd fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Borgin hafi fallið frá uppbyggingu námsmannaíbúða framan við Sjómannaskólann að kröfu Minjastofnunar Íslands. Borgin tók ákvörðun um að Vatnshóllinn og stakkstæðið í Saltfiskmóanum njóti hverfisverndar samkvæmt tilmælum frá Borgarsögusafni Reykjavíkur, en eftir sem áður virði borgin enn ekki 15 metra helgunarsvæði stakkstæðisins í samræmi við lög um menningarminjar. Tekið eru undir með samtökunum að fagna því að Minjastofnun og Borgarsögusafn hafi staðið vörð um menningarminjar á reitnum í andstöðu við yfirgang meirihlutans í Reykjavík.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir:
að sama á við um Vatnshólinn og næsta nágrenni hans.

Eðlilega er annað hljóð í meirihlutafólkinu. Þar er ekki talað um Minjastofnun eða Borgarsögusafnið:

„Með staðfestingu á þessari aðalskipulagsbreytingu er tryggt að til frambúðar verði grænt svæði umhverfis stakkstæðin í Saltfiskmóanum. Það sama á við um Vatnshólinn og næsta nágrenni hans. Það var ekki í eldra aðalskipulagi, þá var svæðið allt skilgreint sem þróunarsvæði og engin vernd var á grænum svæðum innan reitsins. Til að undirstrika þessi afmörkuðu grænu svæði mun skilgreining hverfisverndar verða látin gilda um bæði þessi svæði í aðalskipulagi. Einnig eru skilgreind til viðbótar grænt svæði fyrir framan Sjómannaskólann og annað minna norðan hans. Aðalskipulagsbreyting þessi er því bæði að heimila aukna íbúðauppbyggingu fyrir fólk á sama tíma og hún verndar græn svæði á reitnum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: