Ekki eru allir á eitt sáttir um hvort forstjóri ÍSAM hafi hótað verðhækkunum eða hvort hann sé einstaklega heiðarlegur. Flestum virðist brugðist við tilkynningar um verðhækkanir vogi launafólk sér að samþykkja kjarasamningana.
Til eru þeir sem líta málið allt öðrum augum. Í viðskiptablaði Moggans er nokkurs konar leiðari, nafnlaus að hætti Moggans, þar er borið blak af forstjóra ÍSAM.
„Þegar forstjóri fyrirtækis greinir frá því að hækka þurfi verð í kjölfar þess að undirritaðir eru kjarasamningar sem fela í sér myndarlegar launahækkanir til starfsfólks er hann einfaldlega að benda á hið augljósa orsakasamband sem hér hefur verið nefnt. Í því felst engin hótun heldur miklu fremur heiðarleiki – að segja hlutina eins og þeir eru í stað þess að láta eins og stórtæk inngrip á vinnumarkaði hafi ekki afleiðingar. Þeir sem þannig tala gera annað og verra en að hóta, þeir blekkja. Forstjóri sem hækkar verð í kjölfar þess að kostnaður hækkar, hefur valið einn hinna þriggja kosta sem í boði eru. Þeir sem gagnrýna valið vilja kannski frekar að gengið sé í uppsagnir?“
Að mati þess sem skrifar eru kjarasamningarnir; „…stórtæk inngrip á vinnumarkaði…“. Nokkuð víst er að launafólk verður seint eða jafnvel aldrei sammála þessu mati blaðsins.