Greinar

BJZ: „Hafa skapað nýja auðmanna­stétt“

By Miðjan

July 25, 2020

„Flokk­arn­ir hafa skapað nýja auðmanna­stétt með því að vera á móti markaðstengdu auðlinda­gjaldi í sjáv­ar­út­vegi. Þeir vilja ráða því hvað fólk borðar með inn­flutn­ings­höft­um og toll­um á er­lend mat­væli. Ráðherr­ar eru ein­huga um að hér skuli vera gjald­miðill sem flökt­ir bæði í logni og vindi. Loks telja þeir best að Ísland sé auka­fé­lagi í Evr­ópu­sam­band­inu, án at­kvæðis­rétt­ar. Rík­is­stjórn­in sam­ein­ast um kyrr­stöðuna,“ skrifar Benedikt Jóhannesson Zoëga , stofnandi Viðreisnar, stærðfræðingur og fyrrverandi fjármálaráðherra, í Mogga dagsins.

Aðeins fyrr í greininni rifjaði Benedikt um gullkorn frá Sigurði Inga formanni Framsóknar.

Tónn­inn í nú­ver­andi stjórn­ar­sam­starfi var sleg­inn þegar formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins skýrði hvernig flokk­arn­ir náðu sam­an: „Með því að ein­beita okk­ur að þess­um verk­efn­um sem all­ir eru meira og minna sam­mála um að þurfi að fara í þá get­um við von­andi náð að upp­fylla þær vænt­ing­ar sem lands­menn hafa til rík­is­stjórn­ar.“ Með öðrum orðum, við tók fjög­urra ára starfs­stjórn sem ætlaði ekki að breyta neinu.

Næst skal vitna í þessi orð Benedikts: „Þegar loks­ins kem­ur eitt­hvað frá stjórn­ar­flokk­un­um verður það oft bros­legt, til dæm­is til­lag­an um sex ára kjör­tíma­bil for­set­ans „eins og í ná­granna­lönd­un­um“.“

Ágæt grein Benedikts endar svona: „Ísland þarf fram­sækna rík­is­stjórn, stjórn sem vill að þjóðin öll njóti afrakst­urs af sam­eig­in­leg­um auðlind­um, ger­ir Ísland að virk­um þátt­tak­anda í alþjóðastarfi og hverf­ur frá ein­angr­un­ar­hyggju, trygg­ir öll­um lands­mönn­um jafn­an at­kvæðis­rétt, beit­ir sér fyr­ir lægra mat­væla­verði og stöðugum gjald­miðli. Þjóðin þarf stjórn sem berst gegn veir­um og óvær­um.“