Björt tilbúin í tiltektina
- sitjum uppi með vondar ákvarðanir fyrri stjórnvalda.
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra segir suma flokka, sem jafnvel sem telja sig græna og sjálfbærnimiðaða, hafa barist fyrir því í mörg ár að fá hingað til lands mengandi iðnað.
Og ekki nóg með það: „Þeir hinir sömu hafa látið almenning um það að borga alla innviði og umgjörð fyrir slík fyrirtæki, en blikkað þau til landsins með skattaafsláttum og öðrum ívilnunum.“
Björt, sem skrifaði þetta á Faccebook, fyrir skömmu er hörð á sínu.
„Ég hef barist á móti þeim og við höfum verið ein í því liði- við í Bjartri Framtíð. Það er út af fyrir sig gott ef fólk er loks að átta sig. Verst er þó að við sitjum uppi með vondar ákvarðanir fyrri stjórnvalda. En ég skal bara glöð gera það sem í mínu valdi felst til að taka til eftir aðra.“