Björt mætti ekki í þingið
- þingmenn voru mjög ósáttir við fjarveru umhverfisráðherra.
Mikill kurr var meðal þingmanna við upphaf þingfundar. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra afboðaði komu sína í þingið með stuttum fyrirvara.
Þingmenn komu í ræðustól, hver af öðrum, vegna fjarvistar ráðherrans. Allir sögðust vilja ræða mengunarmál United Silicon og hvernig eitur þaðan leggst yfir nærliggjandi byggðir.
Ljóst var að þingmenn efuðust um að ráðherra hefði haldbæra skýringu á fjarveru sinni.
Allt kom fyrir ekki. Ráðherra var fjarverandi.
Þú gætir haft áhuga á þessum