- Advertisement -

Björt framtíð marar í kafi

Leiðari Björt framtíð virðist nánast ekki vera til. Ekkert er fjallað um flokkinn og látið nánast sem hann sé ekki til. Eina málið í margar vikur er kjólamál Bjartar Ólafsdóttur umhverfisráðherra. Hún játaði dómgreindarleysi og baðst afsökunar. Málinu lauk.

Óttarr Proppé, formaður flokksins og heilbrigðisráðherrar, sést hvergi, enginn virðist sýna honum hin minnsta áhuga. Og það þrátt fyrir erilsamt og annars áberandi ráðuneyti. Kannski er rétt hjá Óttarri og flokki hans að láta sem minnst fyrir sér fara. Staðan er vafasöm.

Víst er að flokkurinn getur ekki verið í skjóli til hins óendanlega. Björt framtíð nýtur þess að stjórnarandstaðan er einsog hún er. Það hvessir. Annað er ómögulegt. Hvernig veikum smáflokki reiðir af er óvíst.

Bjartrar framtíðar bíður mikil vinna ef takast á að blása lífi í flokkinn. Það verða kosningar í vor. Frambjóðendur til sveitastjórna munu eflaust ætlast til að Óttarr og félagar hans í þingflokknum hressist. Það mun muna um allt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ástæðulaust er með öllu að búast við miklu af Bjartri framtíð. Svo djúpt er flokkurinn sokkinn.

Sigurjón M. Egilsson.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: