- Advertisement -

Við erum þessi frjálslyndi flokkur

Hanna Birna Kristjánsdóttir og Guðmundur Steingrímsson mættust í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgunn. Þar barst í tal umræðna um nýjan flokk og þá niðurstöðu skoðanakönnunar að slíkur flokkur myndi ekki síður sækja fylgi til Bjartrar framtíðar.

Hanna Birna er varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur Sjálfstæðisflokkurinn þegar misst fylgi vegna afstöðunnar til Evrópusambandsins?

„Ég held að breytingar á fylgi Sjálfstæðisflokksins, á undanförnum árum, tengist minnst Evrópusambandinu. Ég held að breytingar á fylgi hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka tengist umræðu um breytt stjórnmál, tengist traustinu sem hefur verið í samfélaginu, stöðunni í samfélaginu, ekki Evrópusambandinu. Ég held að það sé einföldun á ástandinu, ég held að ástandið sem hefur verið í íslenskum stjórnmálum einikennist af ákveðnu vantrausti. Við þurfum að byggja það traust upp aftur. Eðlilega hefur það helst lent í fanginu á flokkum sem hafa lengið verið að í íslenskum stjórnálum. Að halda að nóg sé fyrir Sjálfstæðisflokkinn að segja, við verðum bara að breyta um kúrs í Evrópumálum, þá náum við fyrri stöðu, sé mikil einföldun. Mjög stór meirihluti Sjálfstæðismanna er þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið. Afstaðan er mjög skýr hvað það varðar.“

Guðmundur Steingrímsson, ef nýr flokkur yrði stofnaður, myndi hann sækja talsvert fylgi til ykkar.

„Samkvæmt þeirri könnun myndi flokkurinn sækja jafn mikið fylgi til okkar og Sjálfstæðisflokksins. Nærri fimmtíu prósent af okkar kjósendum væru reiðubúnir að íhuga að kjósa svona flokk. Ég held að fylgið sé mikið á hreyfingu. Þetta sýnir að fólk lýtur réttilega á Bjarta framtíð sem hægrisinnaðri flokk en Samfylkinguna. Það er myndin sem kemur út úr þessu. Það er alveg rétt, við erum frjálsyndari flokkur. Við erum að mörgu leiti þessi frjálslyndi Evrópusinnaði flokkur, þannig að við klórum okkur i höfðinu þegar talað er um að stofna nýjan. Fólk er velkomið í Bjarta framtíð.“

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: