Fréttir

Björn Valur biðjist afsökunar

By Miðjan

March 16, 2016

ALÞINGI „Ég ætla að hefja mál mitt á því að frábiðja mér málflutning eins og þann sem háttvirtur þingmaður Björn Valur Gíslason býður okkur upp á. Þar held ég að botninum hafi verið náð og finnst ekki ólíklegt að menn sem komnir eru á þennan stað á botninum eigi erfitt með að finna viðspyrnu til að koma sér upp. Það er algjörlega óboðlegt að vera með svona málflutning. Öll málefni þeirra ágætu hjóna eru uppi á borðinu, allir skattar hafa verið greiddir og hér er ekki verið að fela neitt,“ sagði Þórunn Egilsdóttir, varaformaður þingflokks Framsóknarflokksins, í ræðu á Alþingi fyrir skömmu.

Þórunn átti þar við þessa ræðu.

„Ég krefst þess að háttvirtur þingmaður biðjist afsökunar á orðum sínum,“ sagði Þórunn.