Björn Bjarnason skrifar fínustu grein um Donald Trump eftir fund hans við Kim Jung Un.
Á einum stað skrifar Björn:
„Af því sem Trump sagði af viðræðum sínum við Kim kom mest á óvart að hann ætlaði að hætta sameiginlegum heræfingum með SuðurKóreu. Í samtali við ABCsjónvarpsstöðina sagði forsetinn: „Við eyðum stórfé annan hvern mánuð í stríðsleiki með SuðurKóreu og ég sagði: Hvað kostar þetta? Við fljúgum vélum frá Guam, við æfum sprengjukast á tóm fjöll. Ég sagði: Ég vil stoppa – og ég ætla að stoppa þetta og ég tel þetta mjög ögrandi.“
Yfirlýsing Trumps í þessa veru og um hugsanlegan brottflutning um 30.000 manna bandarísks herliðs frá S-Kóreu vakti undrun margra. Þar á meðal stjórnvalda í S-Kóreu og bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Að forseti Bandaríkjanna telji æfingar eigin hers með bandamönnum sínum „mjög ögrandi“ er aðeins vatn á myllu andstæðinga Bandaríkjanna.“
Björn bendir á vanda utanríkisráðherra Bandaríkjanna við að hafa Trump sem sinn yfirmann:
„Mikið reynir á Pompeo við að skýra stefnu Bandaríkjastjórnar í anda stöðugleika. Stóra spurningin er þó: Hefur Trump þolinmæði eða úthald til að leyfa diplómötum að leita sameiginlegrar niðurstöðu?“
Grein Björns er mun lengri og er í Mogganum í dag.