„Það er sérstakt áhugamál mitt að nota lýsandi orð fyrir sem flest. Að nota nákvæm orð,“ segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.
„Það hefur leitt til þess að ég hef sagt fólk vera lygara, heimskt eða óheiðarlegt. Afleiðingarnar af því hafa verið að fólk hneykslast á orðbragði mínu. Það sem mér finnst merkilegast við það er að það er einhvern vegin alvarlegra að kalla fólk heimskt en það sem var heimskulega gert. Lygin er ekki eins alvarleg og að kalla einhvern lygara fyrir að ljúga. Mér finnst það stórkostlega merkilegt,“ segir Björn Leví.
„Hérna er dæmi um heimsku þar sem rasisma Hitlers er snúið upp á fólk sem er a móti rasisma. Ég hef nákvæmlega engan áhuga á hinu öfugsnúna samfélagi sem Ásmundur talar fyrir. Mér finnst bara gleðilegt að hann opinberi heimsku sína svona rosalega. Tjáningarfrelsið lengi lifi,“ segir þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson um samþingmann sinn, Ásmund Friðriksson.