Stjórnmál

Björn Leví herðir róðurinn gegn Katrínu: „Þess vegna er þetta blekking og lygi með tölfræði“

By Ritstjórn

January 23, 2020

Málflutningurinn sem rýrir traust á stjórnmálum er þegar stjórnmálamenn greina ekki satt og rétt frá. Það er ekki aukinn jöfnuður þegar fjármagnstekjur efstu tekjutíundarinnar dragast saman um 130 þúsund krónur vegna samdráttar í efnahagslífinu. Það er hagsveifla. Aðrar tekjutíundir sveiflast minna með hagsveiflunni, því er það undarlegt að kalla það jöfnuð þegar það sveiflast niður á við. Ef svo, þá væri tvímælalaust hægt að kalla undanfarin ár þar á undan ójöfnuð af sömu ástæðu.

Þess vegna verður að skoða hvort tveggja, tekjuþróun með fjármagnstekjur OG án fjármagnstekna. Annað er rörsýn og hentisemi. Þess vegna er þetta blekking og lygi með tölfræði. Það er fundið eitt dæmi sem sýnir það sem forsætisráðherra vill segja og önnur gögn hunsuð af því að þau mála ekki sömu mynd.