- Advertisement -

Björn Ingi kallar Davíð Þór sóknarprest „pínulítinn kall“: „Presturinn sjálfur! Ömurlegt“

Birni Inga Hrafnssyni, sem kenndur er við fjölmiðil sinn Viljann, kallar Davíð Þór Jónsson sóknarprest bæði nettröll og pínulítinn kall. Honum ofbauð málflutningur prestsins í gær þar sem hann gagnrýndi ríkisstjó´rn Katrínar Jakobsdóttur um fjöldabrottflutning flóttafólks.

Davíð Þór, prestur í Laugarneskirkju, var harðorður í garð Kat´rinar Jakobsdóttur forsætisráðherra og félaga hennar í ríkisstjórninni. Þar hjólaði presturinn í fyrrum ástkonu sína, Katrínu forsætisráðherra.

Sjá einnig: Davíð Þór um ríkisstjórn Katrínar Jakobs: „Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem selur sál sína“

Davíð Þór kallar ríkisstjórn Katrínar einfaldlega „fasistastjórn“ þar sem forsætisráðherrann og félagar hennar í VG hafi selt sál sína og eigi vísan stað í helvíti fyrir vikið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Björn Ingi er ekki hrifinn af málflutningi Davíðs, eins og sjá má í færslu ritstjórans á Facebook. „Ég hef andstyggð á því að fólk sem skotið hefur hér rótum og fengið vinnu sé sent úr landi. Og er bjartsýnn að finnist farsæl lausn. En feginn er ég að þetta nettröll sé ekki sóknarpresturinn minn,“ segir Björn Ingi og heldur áfram:

„Stóryrðin eiga að undirstrika málstaðinn og dyggðaskreytinguna, en í reynd er hér pínulítill kall að senda forsætisráðherranum, fyrrverandi sambýliskonu sinni, einstaklega ómerkilega skítapillu. Kennir ríkisstjórn hennar við fasisma og segir sérstakan stað í helvíti fyrir fólk eins og hana. Presturinn sjálfur! Ömurlegt.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: