Þrjú hundruð milljóna króna hlutafjáraukning hjá Pressunni er á lokastigi, og ný stjórn hefur tekið við félaginu.
Björn Ingi Hrafnsson, sem verið hefur stjórnarformaður og útgefandi Pressunnar frá stofnun fyrirtækisins, hverfur nú að eigin ósk til annarra verkefna innan samstæðunnar. Hann mun m.a. hafa umsjón með sjónvarpsþættinum Eyjunni á ÍNN.
Í nýrri stjórn Pressunnar eru Sesselja Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins TagPlay, Þorvarður Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri Deloitte á Íslandi, Gunnlaugur Árnason, fyrrverandi ritstjóri Viðskiptablaðsins, sem verður stjórnarformaður og Halldór Kristmannsson, yfirmaður samskipta- og markaðssviðs Alvogen.
Eftirfarandi hluthafar hafa staðfest þátttöku sína í hlutafjáraukningu í Pressunni ehf. (móðurfélagi Vefpressunnar, DV, ÍNN og Birtíngs).
- Fjárfestingafélagið Dalurinn ehf. 155.000.000 Félag í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarsonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Halldórs Kristmannssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar
- Kringluturninn ehf. 50.000.000 Félag í eigu Björns Inga og Arnars
- OP ehf. (Birtingur) 47.000.000 Félag í eigu Hreins Loftssonar, Karls Steins Óskarssonar og Matthíasar Björnssonar
- FÓ eignarhald ehf. (KEA) 20.000.000 Félag í eigu Andra Gunnarssonar, Fannars Ólafssonar og Gests Breiðfjörð Gestssonar
- Eykt ehf. 15.000.000 Félag í eigu Péturs Guðmundssonar
- Gufupressan ehf. 10.000.000 Félag í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar
- Venediktsson samsteypan 2.000.000 Sigurvin Ólafsson
- Viel ehf. 1.000.000 Félag í eigu Viggós Einars Hilmarssonar