Fréttir

Björn Ingi hættir sem stjórnarformaður Pressunnar

Róbert Wessman með 155 milljónir í hlutfjáraukningu í fjölmiðlaveldið.

By Ritstjórn

April 18, 2017

Þrjú hundruð milljóna króna hlutafjáraukning hjá Pressunni er á lokastigi, og ný stjórn hefur tekið við félaginu.

Björn Ingi Hrafnsson, sem verið hefur stjórnarformaður og útgefandi Pressunnar frá stofnun fyrirtækisins, hverfur nú að eigin ósk til annarra verkefna innan samstæðunnar. Hann mun m.a. hafa umsjón með sjónvarpsþættinum Eyjunni á ÍNN.

Í nýrri stjórn Pressunnar eru Sesselja Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins TagPlay, Þorvarður Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri Deloitte á Íslandi, Gunnlaugur Árnason, fyrrverandi ritstjóri Viðskiptablaðsins, sem verður stjórnarformaður og Halldór Kristmannsson, yfirmaður samskipta- og markaðssviðs Alvogen.

Eftirfarandi hluthafar hafa staðfest þátttöku sína í hlutafjáraukningu í Pressunni ehf. (móðurfélagi Vefpressunnar, DV, ÍNN og Birtíngs).