„Enginn veit í hve langan tíma Sólveig Anna kýs að halda Eflingarfólki samningslausu og minna á sig og vald sitt með hótunum um verkföll eða truflunum vegna þeirra. Í formannstíð Sólveigar Önnu í Eflingu hefur hún aldrei samið án þess að stofna fyrst til verkfalls,“ skrifar Björn Bjarnason, innmúraður og innvígður, í Moggann.
Þar kýs Björn að muna ekki eftir Lífskjarasamninginn. Aðkoma Sólveigar þar var afgerandi.
„Til kjaraviðræðna kemur Sólveig Anna til að sýna vald sitt. Hún er með allt að 90 manna nefnd með sér og til valdeflingar gengur hópurinn í svörtum einkennisjökkum að tillögu Jane McAlevey. Líkist hópurinn helst mótorhjólaklíku. Erlendum félögum í slíkum klíkum er markvisst haldið utan landsteinanna,“ skrifar dómsmálaráðherrann og líkir þar með samninganefnd Eflingar við Hells Angels.
Smekkmaður er hann Björn.