Fréttir

Björn birtir lista yfir allt sem gæti eyðilagst í gosinu við Svartsengi

By Ritstjórn

May 20, 2022

Gríndvíkingurinn Björn Birgisson hvetur alla þá sem annt eru um mannorð sitt að koma ekki nálægt Framsóknarflokknum. Björn er óhætt að kalla samfélagsrýni en hvassir þjóðfélagspistlar hans rata oft í fréttir fjölmiðla. Nýjasti pistill hans snýr að …

Sjá einnig: Enn skelfur jörð við Svartsengi – Magnús Tumi: „Staður þar sem geta orðið miklar skemmdir“

Fyrir tveimur til þremur vikum hófst jarðskjálftahrina við Svartsengi á Reykjanesi. Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segir að land hafi nú þegar risið um nokkra sentimetra á svæðinu og hætta ´sé á miklu tjóni á innviðum ef eldgos hæfist við Svartsengi. Á þeim slóðum eru miklir innviðir.

Birni Grindvíkingi líst illa á blikuna og vill ekki hugsa til hættunnar á tjóni út fyrir það sem nú er talað um sem hættusvæði. Því nóg er um og birti hann lista á Facebook yfir það sem þegar er í mikilli hættu vegna gossins:

„Verði eldgos þarna er allt þetta í hættu. Best á þessari stundu að minnast ekkert á hættu á tjóni í víðari radíus frá hættusvæðinu,“ segir Björn við listann sinn.

Sjá einnig: Ólafur jarðeðlisfræðingur: „Það seg­ir manni bara það að það hlýt­ur að vera mik­il hætta á eld­gosi“