Gríndvíkingurinn Björn Birgisson hvetur alla þá sem annt eru um mannorð sitt að koma ekki nálægt Framsóknarflokknum. Björn er óhætt að kalla samfélagsrýni en hvassir þjóðfélagspistlar hans rata oft í fréttir fjölmiðla. Nýjasti pistill hans snýr að …
Sjá einnig: Enn skelfur jörð við Svartsengi – Magnús Tumi: „Staður þar sem geta orðið miklar skemmdir“
Fyrir tveimur til þremur vikum hófst jarðskjálftahrina við Svartsengi á Reykjanesi. Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segir að land hafi nú þegar risið um nokkra sentimetra á svæðinu og hætta ´sé á miklu tjóni á innviðum ef eldgos hæfist við Svartsengi. Á þeim slóðum eru miklir innviðir.
Birni Grindvíkingi líst illa á blikuna og vill ekki hugsa til hættunnar á tjóni út fyrir það sem nú er talað um sem hættusvæði. Því nóg er um og birti hann lista á Facebook yfir það sem þegar er í mikilli hættu vegna gossins:
- Selskógar.
- Skógrækt Grindvíkinga í Þorbirni norðanverðum.
- Raforkuverið í Svartsengi
- Bláa lónið.
- Silica Hotel.
- Retreat Hotel.
- Lava Restaurant.
- Moss Restaurant.
- Spa Restaurant og Café.
- Northern Light inn hótelið,
- Grindavíkurvegurinn.
- Hitaveitulagnir
- Carbon Recycling International metanólverksmiðjan.
„Verði eldgos þarna er allt þetta í hættu. Best á þessari stundu að minnast ekkert á hættu á tjóni í víðari radíus frá hættusvæðinu,“ segir Björn við listann sinn.
Sjá einnig: Ólafur jarðeðlisfræðingur: „Það segir manni bara það að það hlýtur að vera mikil hætta á eldgosi“