Fréttir

Björgvin Gíslason: Ég er hippi og letingi

By Miðjan

February 19, 2017

Björgvin Gíslason, gítarleikari og tónlistarmaður, var gestur í þætti mínum, Sprengisandur, 4. september 2011, þann dag varð Björgvin sextugur.

Þegar ég réði mig til Bylgjunnar var uppi hugmynd að nafni að þættinum, hugmynd sem ég gat ekki sætt mig við. Eftir langa umhugsun fékk ég hugmynd að nafni og einkennislagi þáttarins. Sprengisandur og lag Sigvalda Kaldalóns, Á Sprengisandi, í útsetningu Björgvins og leikið af Pelican.

Björgvin var frábær viðmælandi. Hér er viðtalið við Björgvin þennan fína dag, 4. september árið 2011.