Túristi flytur þá frétt að Björgólfur Jóhannsson hafi sagt starfi sínu lausu sem forstjóri Icelandair Group. „Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri félagsins, mun tímabundið taka við starfi forstjóra á meðan stjórn mun finna félaginu forstjóra til framtíðar. Þetta kemur fram til í kauphallartilkynningum frá félaginu nú í kvöld. Þar kemur jafnframt fram að afkomuspá félagsins hafi verið lækkuð,“ segir í fréttinni á turisti.is,
„Lækkun afkomuspárinnar skýrist fyrst og fremst af því að tekjur verða lægri en áður hafði verið gert ráð fyrir. Fyrir því eru einkum tvær ástæður; í fyrsta lagi gerðum við enn ráð fyrir því við gerð seinustu afkomuspár að meðalfargjöld á seinustu mánuðum ársins myndu hækka, meðal annars í takt við kostnaðarhækkanir flugfélaga. Við teljum nú að þessar hækkanir muni skila sér síðar, þ.e. ekki fyrr en á árinu 2019,” segir Björgólfur á turisti.is