- Advertisement -

Bjarni vill lægri erfðafjárskatt

Það er því skrítin aðgerð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, … að leggja til lækkun erfðafjárskatts…

Gunnar Smári.

Gunnar Smári skrifar: Erfðafjárskattur er 40% í Bandaríkjunum og Bretlandi, 45% í Frakklandi og 55% í Japan. Hér er hann aðeins 10% og ríkisstjórnin telur brýnt að lækka tekjur ríkissjóðs um tvo milljarða til að innleiða 5% lægra þrep erfðafjárskatts. Til hvers? Væri ekki nær að innleiða 40% hærra þrep á arf umfram 100 m.kr. eða 50% á arf umfram 200 m.kr. svo einhver dæmi séu tekin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er af auðugu fólki kominn og mun erfa umtalsverð verðmæti þegar foreldrar hans falla frá (megi þeir lifa sem lengst). Ef við gefum okkur að hann erfi einn milljarð (skot út í loftið) myndi hann greiða 99.850 þús. kr. samkvæmt núgildandi lögum en 96.175 þús. kr. ef frumvarp hans nær fram að ganga. Það er ekki ýkja mikill munur, 3,7 m.kr., en líklega er markmið laganna að innleiða lægra hlutfall til að geta í framtíðinni fellt allan erfðafjárskatt undir lægra hlutfallið.

Þú gætir haft áhuga á þessum


…myndi hann borga rúmum 300 m.kr. meira…

Ef Bjarni myndi greiða skatta af arfi sínum (þessum sem við vorum að áætla, án mikill rannsókna) í Bandaríkjunum myndi hann borga rúmum 300 m.kr. meira og rúmlega 350 m.kr. meira ef hann greiddi skatta samkvæmt frönskum lögum.

Hrörnun erfðafjárskatts var eitt af því sem Thomas Piketty hefur bent á sem valdið hefur auknum eignamun á nýfrjálshyggjuárunum, en þessi skattur hefur víða lækkað þótt hann hafi á fáum stöðum lækkað jafn mikið og hérlendis. Það er því skrítin aðgerð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem haldið hefur erindi um rannsóknir Piketty, að leggja til lækkun erfðafjárskatts í kjölfar vaxandi umræðu um skaðsemi ójafnaðar í samfélaginu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: