„Ég verð að svara því neitandi að ég muni halda áfram að láta á það reyna hvort við getum krafist þess að fá upplýsingarnar til okkar í þeim tilgangi að koma þeim til þingsins. Ég get ekki nema bara staðið með svarinu sem liggur fyrir þinginu,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi þegar Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki lýsti vonbrigðum sínum með svar sem hann fékk frá Bjarna. Þorsteinn vill fá að vita um kaupendur fullnustueigna Landsbankans og félaga sem tengjast bankanum.
„Í stuttu máli er svarið ekki neitt,“ sagði Þorsteinn.
Bjarni sló á létta strengi: „Ég vil byrja á því að segja að ég er talsmaður þess að sem allra mest gegnsæi ríki, ekki bara í stjórnsýslunni heldur líka hjá opinberum fyrirtækjum og félögum.“
Nú rifjast upp Panamaskjölin, Lindarhvoll og eflaust fleira.