Björgvin Guðmundsson skrifar: Þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp var lífeyrir aldraðra og öryrkja skattsfrjáls; persónuafslátturinn var það hár. Ef hann hefði hækkað í samræmi við vísitölu neysluverðs eins og haft var á orði væri þessi lífeyrir enn skattsfrjáls og skattar á þeim lægst launuðu litlir sem engir. En loforð um að láta persónuafslátt fylgja vísittölu neysluverðs voru svikin. Flokkur fólksins vill bæta úr þessu og samþykkti á þingi sínu að persónuafsláttur ætti að hækka i 320 þús á mánuði. Það er góð tillaga og mundi þýða skattfrelsi lífeyris frá TR .En Bjarni fjármála tímir ekki að lækka skatta á öldruðum, öryrkjum og láglaunafólki í góðærinu .Hann vill heldur nota peningana til þess að hækka laun yfirstéttarinnar, ráðherra, þingmanna,d ómara, háttsettra embættismanna o.fl Hann vill auka ójöfnuð í þjóðfélaginu og Katrín hjálpar honum við það! Bjarni birti fyrir nokkru tölur um að það mundi kosta marga milljarða að auka persónuafsláttinn og lækka skatta á þeim lægst launuðu og lífeyrisþegum. En eldri borgarar og láglaunafólk eiga þessa peninga inni. Þeim var lofað á sínum tíma að láta persónusafslátt fylgja vísitölu neysluverðs en það var svikið. Strangt til tekið eiga aldraðir og láglaunafólk því stórar fúlgur inni hjá ríkinu.