- Advertisement -

Bjarni vill að við leggjumst öll á árarnar

…það er eftirsóknarvert sömuleiðis fyrir okkur öll að við leggjumst á árar til að ná verðbólgunni niður…

Eitt sinn sagði Bjarni fjármálaráðherra að værum öll í sama báti. Og fékk bágt fyrir. Enda fullyrðingin fjarri öllu sanni. Bjarni heldur áfram að vísa til samtakamáttar sjómanna:

„En staðreyndin er sú að verðbólguhorfur hafa versnað og verðbólgudraugurinn ætlar að fylgja okkur aðeins lengur og verðbólgan verður hærri á næsta ári heldur en við vorum að vonast fyrir nokkrum mánuðum síðan. Spennan í hagkerfinu er mikil. Við erum nánast við hámarksframleiðslugetu og atvinnustigið mjög hátt. Það er mikil neysla í gangi, sem er eitt af atriðunum sem Seðlabankinn vísar til. Það kemur mér í sjálfu sér ekki á óvart að Seðlabankinn haldi áfram að senda þessi skýru skilaboð, að hann muni beita sínum tækjum til þess að slá niður verðbólgu og það er eftirsóknarvert sömuleiðis fyrir okkur öll að við leggjumst á árar til að ná verðbólgunni niður,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu RÚV.

Eigum við öll að leggjast á árarnar og borga til samfélagsins eins og hver getur? Bæði fátæk og rík? Er Bjarni að meina þetta eða sagði hann þetta bara alveg óvart.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á nærri áratugalangri vakt Bjarna hefur dregið vel í sundur með þeim fátækustu og þeim ríkustu. Meðan öryrkjar, til að mynda, eiga ekki peninga til að lifa út mánuðinn, hefur einn af helstu skjólstæðingum Bjarna byggt upp nýjan miðbæ á Selfossi. Og framleiðir nú næsta Áramótaskaup.

Skattur af fjármagnstekjum er aðeins 22 prósent. Svo grimmar eru skerðingar þeirra fátækustu að skattur þeirra er oft um 75 prósent. Ætlar Bjarni að jafna þetta. Þannig að við leggjumst öll á árarnar?

Auðvitað ekki. Sem stundum áður hreyfist tunga Bjarna mun hraðar en hugsunin.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: