- Advertisement -

Bjarni ver útgerðina en hallar á öryrkja

Óli Björn Kárason skrifar grein í Mogga dagsins. Fyrirsögnin er þessi: „Það skiptir máli hver er við stýrið.“ Það eru svo sannanlega orð sönnu.

Það var hálfgeggjað að fylgjast með Bjarna Benediktssyni á Alþingi í gær. Oddný Harðardóttir vitnaði til staðreynda um glansandi afkomu útgerðarinnar og spurði Bjarna hvort ekki væri færi á að hækka veiðigjöldin í því árferði sem nú er.

Bjarni skipti skapi. Hækkaði röddina og sakaði Samfylkinguna um prinsippleysi. Eitt og annað hraut af vörum hans. Hann endaði ræðu sína með því að segja skýrt og skorinort að lækkun veiðigjalda komi ekki til greina. Ekki til greina.

Guðmundur Ingi Kristinsson spurði Bjarna hvort honum þyki sanngjarnt að allur arfur sem öryrkjum tæmist lækki örorkubæturnar. Frá fyrstu krónu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En einhver verður að standa undir þessu.

„Menn kalla það skerðingar þegar við látum það hafa áhrif að sumir hafa úr meiru að spila en aðrir,“ sagði Bjarni í mjög athyglsiverðum vibrögðum. Guðmundur Ingi var að tala þau fátækustu af öllum fátækum. „En það eru til fleiri hugtök yfir þá viðleitni og það er einfaldlega að stýra peningunum til þeirra sem minnst hafa. Svo getur fólk upplifað þetta allt saman sem mjög ósanngjarnt og vill fá meira út úr bótakerfunum. En einhver verður að standa undir þessu. Einhvers staðar verðum við að fá tekjur. Og í augnablikinu erum við að láta þessi kerfi virka af fullum þunga þrátt fyrir að ríkissjóður sé rekinn með 260 milljarða halla, tæplega 300 milljarða halla á yfirstandandi ári. Það stefnir í næstum 600 milljarða halla á næstu tveimur árum. Og menn segja að kerfin séu ósanngjörn. Ég segi: Við erum að leggja gríðarlega mikið á okkur til að verja þessi kerfi,“ sagði Bjarni Benediktsson sem síðar þennan sama dag.

Óli Björn Kárason skrifar grein í Mogga dagsins. Fyrirsögnin er þessi: „Það skiptir máli hver er við stýrið.“ Það eru svo sannanlega orð sönnu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: