Eftirfarandi er sent á formenn og þingflokksformenn allra flokka, samt ekki til Bjarna Benediktssonar:
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, svarar:
Hvað þykir þér um framgöngu Bjarna Benediktssonar í gærkvöld. „Algjört virðingarleysi við sóttvörn og honum til skammar.“
Er afsökunarbeiðni hans nóg? „Nei.“
Kallar framganga ráðherrans á afsögn. „Já,“ svarar Guðmundur Ingi.