- Advertisement -

Bjarni varð að gera upp sakirnar

Þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjáraukalögum sagði hann:

„Í öðru lagi er gert ráð fyrir að útgjöld vegna almannatrygginga á málefnasviðum 27, Örorka og málefni fatlaðs fólks, og 28, Málefni aldraðra, aukist um 7,3 milljarða. Þar af vega þyngst einskiptisútgjöld vegna dóms Landsréttar um ólögmæti afturvirkrar skerðingar á greiðslum til ellilífeyrisþega vegna greiðslna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum, en áætluð áhrif þessa dóms nema um 5,4 milljörðum kr.“

Þar fór stærsti hlutinn af auknu framlagi til þess fólks sem býr við lökustu kjörin. Og ekki er allt búið enn. Ríkisstjórnin hefur brotið meira á þess fólki:

„Þá er einnig verið að leiðrétta örorkubætur í samræmi við álit umboðsmanns Alþingis sem varðar áhrif búsetutíma erlendis á rétt til örorkulífeyris. Komst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að lækkun greiðsluhlutfalls lífeyris vegna búsetu erlendis væri ekki í samræmi við lög. Áhrif af áliti umboðsmanns nema um 800 millj. kr. á árinu 2019 en alls hafa 320 manns fengið leiðréttingu það sem af er ári.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nú er lítið eftir að þeim rúmu sjö milljörðum sem Bjarni flaggaði í upphafi. Peningarnir eru því ekki borgaðir með glöðu gleði. Heldur af því að fjármálaráðherrann og ríkisstjórnin hafa tapað dómsmálum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: