- Advertisement -

Bjarni undirbýr lengri brúarlán

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson:
„Hver er staðan á brúarlánunum svokölluðu?“

„Ég vil láta þess getið að við höfum í samningi við Seðlabankann haft svigrúm fyrir lengri lánstíma en þann þrönga 18 mánaða ramma sem upphaflega var lagt upp með og ég hyggst beita mér fyrir því að lánstíminn verði lengdur. Það held ég að muni gagnast miðað við það hvernig aðstæður hafa þróast frá því að málið var hér til umræðu í þinginu,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann svaraði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni Miðflokki.

Sigmundur Davíð sagði að sex vikur séu frá því að ríkisstjórnin kynnti fyrsta aðgerðarpakkann þar sem brúarlánin voru.

„Hver er staðan á brúarlánunum svokölluðu? Að hvaða leyti stendur upp á stjórnvöld að klára það sem þarf að klára til að það verði að veruleika?“

„Það er rétt sem háttvirtur þingmaður segir að það er nokkuð um liðið síðan Alþingi afgreiddi lagalegan grundvöll þess úrræðis og það er sömuleiðis talsvert síðan að ég undirritaði samning við Seðlabankann um framkvæmd þessa úrræðis. En nú er í lokafrágangi samkomulag milli Seðlabankans og fjármálafyrirtækjanna um þann enda málsins. Ég get svo sem sagt fyrir mitt leyti að það er óheppilegt að þetta hafi tekið þennan tíma en þó hefur kannski ekki orðið mikið tjón af því. Í fyrsta lagi hefur tíminn nýst ágætlega til að sjá betur hvernig úrræðið geti best nýst,“ sagði Bjarni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: