Bjarni Benediktsson undirbýr átök við launþega, einkum þá sem minnst hafa, í komandi átökum á vinnumarkaði.
Bjarni var í viðtali við fréttastofu Rúv. Þar sagði hann til að mynda:
„Varðandi skattkerfið þá finnast mér það nokkuð stórkarlalegar hugmyndir sem við fyrstu sýn eru algjörlega óútfærðar nema menn segja bara það væri gott ef laun upp að 400 þúsund yrðu skattlaus, þá þarf að botna þá vísu. Ef menn ætla að láta tekjuskattskerfið skila sömu tekjum, þá þarf að stórhækka skatta á millitekjufólk og öll laun sem eru þar fyrir ofan.“
Svo sagði Bjarni:
„Mín fyrstu viðbrögð varðandi skattamálin eru að þetta algjörlega óútfært og mér sýnist að þetta sé algjörlega óraunhæft.“
Þetta er kannski alls kostar rétt hjá Bjarna. Launafólk hefur reiknað út kostnaðarmat launafólks. Sem eflaust er réttasta útreikning af þeirra hálfu.
„Ég sakna þess að menn tali meira um þætti sem ég held að skipti miklu fyrir heimilin í landinu og fyrirtækin.“
Viðbrögð Bjarna, sem eru um leið viðbrögð ríkisstjórnarinnar, eru ekki til að auka bjartsýni á að samningaviðræðurnar endi án harðra átaka.
Viðbrögð Bjarna, sem eru um leið viðbrögð ríkisstjórnarinnar, eru ekki til að auka bjartsýni á að samningaviðræðurnar endi án harðra átaka.
Af viðbrögðum Bjarna er ljóst að ekki verður hróflað við skattkerfinu. Fjármagnstekjuskattur verður ekki hækkaður, veiðigjöld verða lækkuð og sama er að segja um bankaskattinn. Stefnt er í hörð átök.