- Advertisement -

Bjarni um samstarfið við Sigmund Davíð: Hef minni áhuga á skipulagsmálum

 

Stjórnmál Bjarni Benediktsson, formaðru Sjálfstæðisflokksins, var gestur í Sprengisandi á sunnudaginn. Hann var spurður um samstarfið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, nokkur reynsla er komin á samstarf þeirra og flokka þeirra.

„Ég vísa bara í stóru verkefnin sem við sögðumst ætla að ljúka og við höfum afgreitt þau. Mér finnst við hafa gert það með glæsibrag.“

Bjarni nefndi haftamálð, sagði það risamál. „Það trúðu ekki  allir að við myndum leiða það til lykta. Við eigum að dæma niðurstöðuna af samstarfi flokkanna hverju við höfum komið í verk. Það hefur gengið vel. Við tölum fyrir sitthvorn flokkinn og þess vegna fyrir sitthvora stefnuna og okkur hefur gengið ágætlega að finna málamiðlanir.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hef ekkert við áhuga hans að athuga

En hvað finnst þér um áhugamál Sigmundar Davíðs, svo sem gamla hafnargarðinn, teikningu Guðjóns Samúelssonar svo eitthvað sé nefnt.

„Ég hef minni áhuga á skipulagsmálum miðborgarinnar en hann. Áhugi hans og ástríða á slíkum málum hefur lengi legið fyrir. Ég hef ekkert við það að athuga.“

Ekki einu sinni þó ríkissjóður verji peningum í þessi áhugamál hans, til dæmis byggingar á lóð Alþingis?

„Bygging Alþingis er á forræði þingsins og það á margt eftir að gerast áður en það hús rís. Eigum við ekki að segja að þetta sé skemmtilegt innlegg í þá umræðu, að hafa þetta með til hliðsjónar hvort þessar teikningar geti orðið að gagni. Þó ekki væri nema af sögulegum ástæðum er fróðlegt að sjá hvað stóð til að gera á Alþingisreitnum á sínum tíma.“

Græna ljósið hefur ekki verið gefið

Finnst þér það tugmilljóna króna virði?

„Við erum að setja peninga í að undirbúa byggingu á Alþingisreitnum vegna þess að Alþingi er að tapa skrifstofuhúsnæði  og það þrengir að starfsemi þingsins. Við stóðum frammi fyrir tveimur valkostum. Að leigja á þessum dýrasta stað á Íslandi eða að byggja á lóðinni sem við eigum. Peningum landsmanna er betur varið í byggingu á okkar eigin reit. Um það snýst málið.“

Snýst þetta þá ekki um teikningar Guðjóns Samúelssonar?

„Aðalmálið er að reisa nýja byggingu. Mér finnst þetta skemmtilegt og athyglisvert innlegg sem forsætisráðherra hefur haft frumkvæði af með þessari teikningu. Það hefur ekki verið gefið grænt ljós á að það verði endanleg niðurstaða.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: