- Advertisement -

Bjarni þrengir enn að eldra fólki

Tel­ur ráðherr­ann boðlegt að bjóða okk­ur eldri borg­ur­um upp á þess­ar fals­frétt­ir og skil­ur hann nú af hverju fylgið hryn­ur af Sjálf­stæðis­flokkn­um?

Arnór um Bjarna: „Við kynn­ing­una seg­ir hann svo ósatt meðvitað eða ómeðvitað og skal ég færa rök fyr­ir því.“
Mynd: Stjórnarráðið.

„Eldri borg­ari sem er með 300 þúsund kr. tekj­ur í dag fær útborgað kr. 246.627 krón­ur þ.e. 36,94% skatt­ur­inn er 110.820 krón­ur og per­sónu­afslátt­ur­inn 56.447 krón­ur,“ skrifar Arnór Ragnarsson í grein sem birt er í Mogganum í dag.

„Á næsta ári lít­ur dæmið svona út: Skatt­ur­inn af 300 þúsund­un­um er 35,04% eða 105.120 krón­ur og per­sónu­afslátt­ur­inn 51.265 krón­ur. Eft­ir standa 246.145 krón­ur, eða 482 krón­um minna en á þessu ári. Tel­ur ráðherr­ann boðlegt að bjóða okk­ur eldri borg­ur­um upp á þess­ar fals­frétt­ir og skil­ur hann nú af hverju fylgið hryn­ur af Sjálf­stæðis­flokkn­um?“ Arnór er ósáttur við Bjarna. „Að venju lýs­ir hann því hvernig eigi að auka við tekj­ur þeirra sem minnst hafa. Ég beið spennt­ur út­kom­unn­ar, sem kom mér ekki á óvart. Það virðist vera að ráðuneyt­is­menn hafi frjáls­ar hend­ur um hvernig skuli koma fram við eldra fólk og ráðherr­ann trú­ir því sem nýju neti sem lagt er fyr­ir hann. Við kynn­ing­una seg­ir hann svo ósatt meðvitað eða ómeðvitað og skal ég færa rök fyr­ir því.“

Ég vona að þetta verði eitt­hvað lagað.

Arnór vekur athygli á öðru: „Það má líka benda á það að alþingi ákveður ekki alla skatta sem lagðir eru á borg­ar­ana. Til er skatt­ur sem heit­ir fast­eigna­gjöld sem er auðvitað bara auka­útsvar sem bæj­ar­fé­lög­in leggja á íbú­ana. Það veit eng­inn fyr­ir hvað er verið að borga. Þetta kem­ur auðvitað til af því að hlut­ur bæj­ar­sjóðanna af skatta­kök­unni er of lít­ill. Þessi gjöld hækka ár frá ári mun meira en hefðbundn­ar verðvísi­töl­ur.“

Arnór vonar að undið verði ofan af áformum Bjarna: „Ég vona að þetta verði eitt­hvað lagað í meðför­um þings­ins og hvar eru hinir her­skáu for­ystu­menn verka­lýðsfor­yst­unn­ar? Ætla þeir enn einu sinni að láta sína fyrr­ver­andi fé­laga sitja í súp­unni?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: