„En ég hef sagt það áður að ég teldi farsælast fyrir þjóðina að hér kæmist á ný borgaraleg ríkisstjórn sem myndi leggja áherslu á lágmarksríkisafskipti, halda álögum í hófi á landsmenn. Ríkisstjórn sem myndi leggja áherslu á að rækta EES -samstarfið, ekki stefna að inngöngu í Evrópusambandið. En við sjáum mikinn áhuga hjá þeim flokkum sem núna sitja saman á að ræða um aðra hluti og hvernig úr þessu spilast er ekki gott að segja.“
Þetta er úr fréttaviðtali við Bjarna Benediktsson og er á Vísi.
En hvað er Bjarni að segja? Jú, hann vill mynda grimma hægri stjórn. Hann vill leggja áherslu á lágmarksríkisafskipti. Burt með Samkeppniseftirlitið og fjármálaeftirlitið? Kannski vill hann veikja t.d. Héraðssaksóknara svo eitthvað sé nefnt.
Hann vill halda álögum í hófi. Ofsaríka fólkið mun blístra af fögnuði nái Bjarni að mynda nýja ríkisstjórn. En ykkur að segja væri sennilega best fyrir allt og alla að Sjálfstæðisflokkurinn verði utan ríkisstjórnar.
-sme