- Advertisement -

Bjarni þekkir ekki afleiðingar húsnæðiskreppunnar

Dásamlegt áhyggjuleysi manns sem þekkir ekki afleiðingar húsnæðiskreppunnar, ekki einu sinni af afspurn.

Gunnar Smári skrifar:

Dásamlegt áhyggjuleysi manns sem þekkir ekki afleiðingar húsnæðiskreppunnar, ekki einu sinni af afspurn. Hann er með sjálfvirkar lokur sem skella skollaeyrum í hvert sinn sem hinir verr stæðu lýsa aðstæðum sínum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þótt tíu ár séu frá Hruni, hruns sem leiddi til þess að heimili 9600 fjölskyldna voru boðin upp, grafið var undan lífskjörum tug þúsund heimila á leigumarkaði, fjöldi fólks flúði í iðnaðarhúsnæði, þúsundir urðu heimilislausar eða bjuggu inn á ættingjum eða vinum; þá finnst þessum það ekki aðkallandi að byggt verði fyrir fólkið sem er í mestri neyð.

Hann treystir enn á að hinn svokallaði markaður, sem byggði allt of mikið af íbúðum sem engan vantaði en ekki neina af þeim tegundum sem sár þörf var fyrir; hann trúir að á endanum muni hinn svokallaði markaður ramba niður á rétta lausn. Markaðstrúin er blind, það er sama hversu skammarlega markaðurinn brestur og hrynur, hinir bókstafstrúuðu ríghalda í trúarsannfæringu sína.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: