- Advertisement -

Bjarni talar niður til verkafólks

Það er óþolandi að þurfa hlusta á þennan málflutning.

Aðalsteinn Baldursson á Húsavík er ekki par sáttur við framgöngu Bjarna Benediktssonar. Það sést við lestur fréttar í Fréttablaðinu í dag.

„Mér finnst fjármálaráðherra tala gríðarlega niður til verkafólks í landinu. Það er ekkert gert úr vanda og þeirri baráttu sem þetta fólk er að heyja alla daga við að láta enda ná saman. Það er bara bent á einhver meðaltöl og Excel-skjöl.“

Aðalsteinn vísar sérstaklega í þau ummæli Bjarna að láglaunafólk hafi fengið gríðarlegar launahækkanir. „Þetta er allt fólk með 300 þúsund á mánuði. Það er óþolandi að þurfa hlusta á þennan málflutning. Þetta er bara olía á eldinn.“ Ljóst sé að það þurfi að hliðra til varðandi lægstu launin og að til þurfi að koma ákveðnar skattkerfisbreytingar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Við eigum ekki að vera að eyða einhverjum milljörðum í það að lækka skatta hjá hátekjufólki. Það á að nota það svigrúm sem er til staðar á lægstu launin og búið. Þannig getum við leyst þetta.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: